Fara beint í efnið

6. október 2023

Öndunarfærasýkingar. Vika 39 árið 2023

Í nýrri samantekt er farið yfir tíðni öndunarfærasýkinga og innlagna vegna þeirra á haustmánuðum og staðan á Íslandi borin saman við stöðuna í Evrópu.

Sóttvarnalæknir - logo

Fjöldi COVID-19 greininga hefur aukist undanfarnar vikur miðað við fjölda greininga í sumar og stöku tilfelli af inflúensu hefur greinst en inflúensufaraldur ekki kominn. Töluvert er um kvef og kvefeinkenni í samfélag­inu og niðurstöður frá öndunarfærasýnum sýna að algengasta orsökin er rhinoveira.

Í nýrri samantekt er farið nánar yfir tíðni öndurfærasjúkdóma í 39. viku ársins 2023.

Sóttvarnalæknir