Fara beint í efnið

26. janúar 2023

Öndunarfærasýkingar. Vika 3 árið 2023

Svipaður fjöldi greindist með staðfesta inflúensu í viku 3 samanborið við viku 2. Nokkur breyting varð þó á þeim stofnum sem greindust. Talsvert fleiri greindust með stofn B en fækkun varð í fjölda greininga af stofni A(H1). Fjöldi klínískra greininga á inflúensulíkum einkennum var einnig sambærilegur á milli vikna.

Covid og inflúensa 3

COVID-19 greiningum fer fækkandi en hlutfall jákvæðra sýna helst enn hátt. Áfram greinast óvenjumargir með skarlatssótt samanborið við fyrri ár og á það sama við um hálsbólgu.

Fjöldi sem greindist með RSV á veirufræðideild Landspítala var aðeins lægri en í viku 2. Innlagnir af völdum RSV og inflúensu voru svipað margar í viku 3 og í viku 2 en talsvert færri lögðust inn með og vegna COVID-19.

Í nýrri samantekt er farið nánar yfir tíðni öndurfærasjúkdóma í þriðju viku ársins 2023.

Sóttvarnalæknir