Fara beint í efnið

18. janúar 2024

Öndunarfærasýkingar. Vika 2 árið 2024

Í nýrri samantekt er farið yfir tíðni öndunarfærasýkinga og innlagna vegna þeirra og staðan á Íslandi borin saman við stöðuna í Evrópu.

Sóttvarnalæknir - logo

Greiningum á inflúensu og RSV fjölgaði í vetur, sem er viðbúið, en fjöldi greininga bæði inflúensu og RSV hefur farið fækkandi á nýju ári. Greiningum á COVID-19 hefur einnig fækkað undanfarið. Innlögnum á Landspítala með/vegna öndunarfærasýkinga fækkaði í síðustu viku miðað við vikuna þar á undan eftir að hafa farið fjölgandi á undangengnum vikum.

Í nýrri samantekt er farið nánar yfir tíðni öndurfærasjúkdóma í annarri viku ársins 2024.

Sóttvarnalæknir