19. janúar 2023
19. janúar 2023
Öndunarfærasýkingar. Vika 2 árið 2023
Minna var um staðfesta inflúensu, inflúensulík einkenni og COVID-19 samanborið við síðustu viku. Svipaður fjöldi greindist með RS veiru, Rhinoveiru og Metapneumóveiru.
Óvenjumargir hafa verið að greinast með skarlatssótt undanfarnar vikur miðað við meðaltal fyrri ára. Innlögnum vegna COVID-19 fækkaði á milli vikna sem og innlögnum vegna RSV. Innlagnir vegna inflúensu voru aðeins fleiri en í fyrstu viku ársins en þó mun færri en í síðustu vikum liðins árs.
Í nýrri samantekt er farið nánar yfir tíðni öndurfærasjúkdóma á fyrstu viku ársins 2023.
Sóttvarnalæknir