23. mars 2023
23. mars 2023
Öndunarfærasýkingar. Vika 11 árið 2023
Vikulegur fjöldi greininga á staðfestri inflúensu hefur ekki verið meiri frá áramótum. Meirihluti greininga nú er af inflúensustofni B eins og verið hefur undanfarnar vikur.
Í þessari seinni inflúensubylgju vetrarins greinast hlutfallslega fleiri í aldurshópnum 5-14 ára samanborið við inflúensutoppinn fyrr í vetur. Þá greinast nú færri eldri einstaklingar með staðfesta inflúensu en fyrir og um áramótin. Aukning varð á innlögnum á Landspítala vegna inflúensu í viku 11 samanborið við undanfarnar sjö vikur. Meirihluti þeirra sem lögðust inn í síðustu viku vegna inflúensu voru eldri einstaklingar. Svipaður fjöldi greindist með staðfesta COVID-19 sýkingu í viku 11 samanborið við viku 10 og svipaður fjöldi lagðist inn með/vegna COVID-19 í viku 11 samanborið við viku 10. Einnig lagðist sami fjöldi inn vegna RSV í viku 11 og í viku 10. Fjöldi skarlatssóttartilfella var sambærilegur milli vikna en fjöldi hálsbólgugreininga minnkaði milli vikna.
Í nýrri samantekt er farið nánar yfir tíðni öndurfærasjúkdóma í 11. viku ársins 2023.
Sóttvarnalæknir