Fara beint í efnið

23. júní 2023

Ökukennarar orðnir stafrænir

Ökukennarar móttækilegir fyrir stafrænum ferlum og koma til móts við þarfir nemenda sinna.

okunam mynd nemi tolva

Nú í maí var lokaskrefið í stafvæðingu ökunáms tekið með því að birta ökunámsbók ökunema með stafrænum hætti á Mínum síðum Ísland.is. Ökunemar og ökukennarar hafa tekið þessari þróun vel eins og sjá má á notkunartölum en 95% ökukennara hafa hafið stafrænar skráningar. Það þýðir að ökukennarar geta staðfest með stafrænum hætti ökutíma, akstursmat og að nemandi sé tilbúinn í æfingaakstur.

Notkunartölurnar eru jákvæð vísbening en markmiðið með verkefninu er að einfalda ferlið og bæta þjónustu svo um munar. Þar skiptir upplifun ökukennara og ökunema miklu máli.

Hér má sjá yfirlit yfir fjölda ökukennara og hlutfall þeirra sem hafa skráð sig til þátttöku í stafrænu ökunámsferli:

Heildarfjöldi ökukennara (skv. ökuskírteinaskrá)

277 

 Virkir ökukennarar í B-námi frá janúar 2023

 228

 Hlutfall ökukennara í B-námi sem nota stafrænt ökunámsferli

95% 

Nánari upplýsingar um ökunámið er að finna á Ísland.is

Lesa frétt um stafrænt ökunám frá a-ö

Lesa frétt á vef Samgöngustofu