25. október 2024
25. október 2024
Nýtt í Ísland.is appinu
Heilsa hefur nú stigið fyrstu skrefin inn í Ísland.is appið. Í þessari fyrstu útgáfu af heilsu í Ísland.is appinu er nú hægt að nálgast upplýsignar um heilsugæslu, heimilislækni, greiðsluþáttöku á einfaldan hátt. Þetta eru aðeins fyrstu skrefin og margt annað í vinnslu.
Síðustu misseri hafa verið ýmsar viðbætur í Ísland.is appinu og hvetjum við fólk til að nálgast það og skoða. Dæmi um nýjungar eru:
Uppfærður umsóknarskjár með nýju útliti og undirsíðum ef umsóknir eru margar.
Auknir möguleikar á heimskjá þar sem notandi getur nú stillt sjálfur hvað hann vill sjá á sínum heimaskjá.
Fleiri flokkunarmöguleikar fyrir pósthólfið líkt til samræmis við Mínar síður Ísland.is en nú er hægt að flokka eftir stofnun, flokki og/eða dagsetningnum.
Stuðningur fyrir fyrirkall vegna ákæra í pósthólfinu.
Framundan eru enn frekarni aðgerðir sem og aðgengi að gögnum er snúa að heilsu og ýmiskonar opinberri þjónustu.