Fara beint í efnið

31. janúar 2023

Nýjar norrænar næringarráðleggingar, NNR2022. Fleiri kaflar til umsagnar

Stöðugt bætast við nýir kaflar til umsagnar í tengslum við endurskoðun á norrænum næringarráðleggingum. Nú eru til umsagnar kaflar um fitu og fæðutegundir eins og fisk, kornvörur og kartöflur en einnig um sjálfbært mataræði, ýmis vítamín og steinefni.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Vakin er athygli á því að stöðugt bætast við nýir kaflar til umsagnar í tengslum við endurskoðun á norrænum næringarráðleggingum. Sem dæmi eru núna til umsagnar kaflar um fitu og ýmsar fæðutegundir eins og fisk, kornvörur og kartöflur en einnig um sjálfbært mataræði, ýmis vítamín og steinefni.

Sérfræðingum og öðrum áhugasömum gefst tækifæri til að gera athugasemdir við kaflana á síðunni NNR2022 chapters – Public consultation.

Þeir sem vilja fá sendar tilkynningar beint þegar nýir kaflar koma til umsagnar geta skráð sig á heimasíðu NNR2022: Nordic Nutrition Recommendations 2022.

Stefnt er að því að nýjar Norrænar næringarráðleggingar verði kynntar í júní 2023.

Nánari upplýsingar veita verkefnisstjórar næringar:

Hólmfríður Þorgeirsdóttir
holmfridur.thorgeirsdottir@landlaeknir.is
Jóhanna Eyrún Torfadóttir
johanna.e.torfadottir@landlaeknir.is