Fara beint í efnið

3. apríl 2023

Nýjar norrænar næringarráðleggingar, NNR 2023, drög til umsagnar

Drög að samantekt um nýjar Norrænar næringarráðleggingar eru nú aðgengileg til umsagnar.

NNR - norrænar næringarráðleggingar - merki

Vakin er athygli á því að nú eru drög að samantekt um nýjar Norrænar næringarráðleggingar aðgengileg til umsagnar. Um er að ræða ráðleggingar fyrir 36 næringarefni og 15 fæðuflokka. Einnig eru birt ýmis bakgrunnsskjöl t.d. um mataræði og neyslu næringarefna, sjúkdómsbyrði, hreyfingu, líkamsþyngd og um aðferðafræði og fleira.

Sérfræðingum og öðrum áhugasömum gefst tækifæri á að gera athugasemdir við drögin á síðunni NNR2022 chapters – Public consultation.

Staðreyndir um norrænar næringarráðleggingar

Norrænar næringarráðleggingar (NNR) eru unnar á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Þær eru unnar af vinnuhópi með fulltrúum frá matvælayfirvöldum og vísindamönnum frá öllum Norðurlöndunum.

Starf NNR í tengslum við endurskoðun ráðlegginganna er mjög umfangsmikið þar sem um 400 sérfræðingar hafa yfirfarið þúsundir vísindagreina sem tengjast viðkomandi efni.

Niðurstöður sérfræðinganna hafa verið birtar í um fimmtíu vísindagreinum sem áður höfðu verið aðgengilegar öllum til umsagnar.

Norræna ráðherranefndin mun kynna endanlega útgáfa Norrænna næringarráðlegginga, NNR2023, þann 20. júní 2023 í Reykjavík.

Nánari upplýsingar veita verkefnisstjórar næringar:

Hólmfríður Þorgeirsdóttir, holmfridur.thorgeirsdottir@landlaeknir.is 
Jóhanna Eyrún Torfadóttir,
johanna.e.torfadottir@landlaeknir.is