Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

4. júlí 2025

Ný þjónusta í veðbókarvottorðum

Veðbókarvottorð fyrir allt að tíu eignir í einni umsókn

Nú er hægt að sækja allt að tíu mismunandi veðbókarvottorð í einni umsókn, hvort sem um er að ræða fasteignir, ökutæki eða skip.

Einstaklingar og prókúruhafar lögaðila með rafræn skilríki geta sótt vottorðin stafrænt á Ísland.is.

Hafa þarf skráningarnúmer við höndina þegar veðbókarvottorð er sótt

  • Fasteignanúmer úr fasteignaskrá

  • Skráningarnúmer úr ökutækjaskrá

  • Skipaskrárnúmer úr skipaskrá

Aðgengi að vottorðinu

Veðbókarvottorðið er aðgengilegt strax í lok umsóknarferlisins og einnig sent í pósthólf umsækjanda á Ísland.is.

Ef eign þarfnast lagfæringar skilar umsóknin tilkynningu í kerfi sýslumanns og eign er yfirfarin sendir tilkynningu til umsækjanda að því loknu og hægt er að fara inn í umsóknina aftur og ljúka ferlinu og fá veðbókarvottorð afhent í pósthólf á Ísland.is