Fara beint í efnið

12. október 2022

Nú geta forsjáraðilar sótt um stæðiskort fyrir barn

Nú geta forsjáraðilar sótt um stæðiskort fyrir barn undir 18 ára, með sínum rafrænu skilríkjum.

pkort

Sú viðbótarþjónusta hefur bæst við stæðiskort, P-kort, hreyfihamlaðra að forsjáraðilar geta sótt um stafrænt um stæðiskort fyrir börn. Þegar læknisvottorð hefur borist rafrænt til sýslumanns skráir forsjármaður sig inn í umsókn með rafrænum skilríkjum og velur í umsóknarferlinu það barn sem um ræðir.

Hreyfihamlaðir geta óskað eftir stæðiskorti hjá heimilislækni, hann sendir stafrænt læknisvottorð til sýslumanns með upplýsingum um hversu langan gildistíma hann telur skjólstæðing sinn þurfa á að halda. Upplýsingar úr vottorðinu sjálfu varðveitast hjá Landlækni þegar þessi leið er valin. Gildistími getur verið frá 6 mánuðum uppí 10 ár.

Umsækjandi sækir svo um stæðiskort á Ísland.is í kjölfarið og getur þar valið að hlaða inn mynd eða notað mynd úr ökuskírteinaskrá. Ef ferlið býður aðeins upp á að hlaða upp mynd þýðir það að myndin í ökutskírteinaskrá er of gömul til að hægt sé að samnýta og því þarf að hlaða inn mynd. Athugið að alltaf þarf að hlaða inn mynd af barni.

Umsækjandi velur því næst hvort hann við fá kortið sent heim sem tekur 3-5 daga eða sótt það til þess embætti sem hann valdi eftir 1-3 daga.

Umsókn og nánari upplýsingar um stæðiskort á vef sýslumanna.