Fara beint í efnið

24. október 2024

Nikki Púðason - herferð gegn nikótínnotkun ungs fólks

Embætti landlæknis hefur hrundið af stað verkefni sem miðar að því að vekja athygli á neikvæðum hliðum þess að nota nikótín og hversu ávanabindandi notkunin getur orðið.

Mynd. Nikki Púðason

Gerð hafa verið myndbönd þar sem persónan Nikki birtist sem ávaninn holdi klæddur. Hann er alltaf til staðar og alveg eins og ávaninn verður hann plássfrekur og þreytandi fyrir þann sem er orðinn háður nikótíni.

Nikki Púðason er sleipur náungi sem lítur á sjálfan sig sem frábæran vin. En þegar betur er að gáð gerir hann eiginlega ekki annað en að þvælast fyrir. Og fyrir þá sem ekki tekst að losa sig, er hann ekki bara truflandi heldur algjörlega óþolandi.

Verkefninu fylgir vefsíðan www.otholandi.is, en á henni er efni fyrir bæði fullorðna og ungmenni. Nokkrum algengum mýtum um nikótín er svarað og bent á staðreyndir um nikótínnotkun á Íslandi. Einnig er leiðbeint um hvernig sækja má aðstoð við að hætta nikótínnotkun á heilsuvera.is.

Frekari upplýsingar
Hafsteinn Viðar Jensson, verkefnastjóri
hafsteinn.v.jensson@landlaeknir.is