20. september 2022
20. september 2022
Málþing til heiðurs Þórólfi Guðnasyni
Betur vinnur vit en strit — gildi vísinda og nýsköpunar í heimsfaraldri
Föstudaginn 23. september 2022 verður málþing haldið til heiðurs Þórólfi Guðnasyni, fyrrum sóttvarnalækni, í tilefni starfsloka hans.
Málþingið verður haldið í Fróða, sal Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8 í Reykjavík og hefst dagskrá klukkan 13:00 og stendur til 16:00.
Málþingið verður tekið upp og því aðgengilegt síðar fyrir þá sem ekki komast. Málþingið er opið öllum, en þeir sem unnu með Þórólfi eru sérstaklega velkomnir.
Fundarstjóri verður Alma D. Möller, landlæknir, en frekari upplýsingar og dagskrá má nálgast á Facebook-síðu embættisins landlæknis.
Nánari upplýsingar veitir Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis
kjartanh@landlaeknir.is