Fara beint í efnið

5. október 2022

Málþing í tilefni Forvarnardagsins 2022

Forvarnardagurinn verður haldinn í sautjánda skipti í dag 5. október og af því tilefni er boðið upp á málþing með yfirskriftinni „Hugum að verndandi þáttum - áskoranir í lífi barna og ungmenna".

Landlæknir logo

Forvarnardagurinn verður haldinn í sautjánda skipti í dag 5. október og af því tilefni er boðið upp á málþing með yfirskriftinni „Hugum að verndandi þáttum - áskoranir í lífi barna og ungmenna". Málþingið hefst kl. 10:45 og verður í streymi á vefsíðu Forvarnardagsins en streymið má nálgast hér.

Dagskrá málþings:

Fundarstjóri: Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri lýðheilsusviðs embættis landlæknis

Kristín Jóhannesdóttir, skólastjóri Austurbæjarskóla, ásamt nemendum skólans taka á móti gestum.

Til máls taka:

  • Forseti Íslands, Hr. Guðni Th. Jóhannesson

  • Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson

  • Margrét Lilja Guðmundsdóttir, rannsóknarsérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu - Líðan og heilsuhegðun unglinga og ungmenna – tölulegar upplýsingar

  • Landlæknir, Alma D. Möller


Hrafnhildur Anna Gunnarsdóttir, nemandi í Austurbæjarskóla leikur á flautu.

Grunn- og framhaldsskólar landsins geta skráð sig til þátttöku á vefsíðu Forvarnardagsins og nálgast efni þar sem sjónum er sérstaklega beint að ungmennum í 9. bekk grunnskóla og á fyrsta ári í framhaldsskóla. Lögð er áhersla á verndandi þætti gegn áhættuhegðun: samvera með fjölskyldu, þátttaka í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi og því að leyfa heilanum að þroskast. Gengið er út frá að skólar vinni verkefnin á tímabilinu 5. - 21. október og er það rýmri tímarammi en áður. Nemendur geta tekið þátt í verðlaunaleik sem kynntur er á vefsíðu Forvarnardagsins. Skilyrði fyrir þátttöku er að nemendur séu í 9. bekk grunnskóla eða á fyrsta ári í framhaldsskóla og skólinn þeirra taki þátt í Forvarnardeginum.

Í ár var ákveðið að horfa á októbermánuð sem forvarnarmánuð og útvíkka þannig að fleiri hefðu tækifæri til að taka þátt. Sveitarfélög voru t.d. hvött til að setja forvarnir á dagskrá þennan mánuðinn. Mörg sveitarfélög hafa tekið vel í það og skipulagt dagskrá forvarna í októbermánuði í samstarfi við ýmsa aðila, félög og stofnanir í þeirra samfélagi.

Verkefnastjórn Forvarnardagsins

Ingibjörg Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri Heilsueflandi grunnskóla
Inga Berg Gísladóttir, verkefnisstjóri Heilsueflandi framhaldsskóla
Rafn M. Jónsson, verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna