23. október 2025
23. október 2025
Málþing forvarnamánaðarins 2025: Lýðheilsuáskoranir barna og ungmenna
Málþing forvarnamánaðarins 2025 verður haldið fimmtudaginn 30. október kl. 9:00–12:00 í félagsheimilinu Hlégarði, Mosfellsbæ og í beinu streymi. Yfirskrift málþingsins er: "Lýðheilsuáskoranir barna og ungmenna – samræmdar samfélagsaðgerðir frá þingi til þorps".

Hvernig getum við brugðist við helstu lýðheilsuáskorunum barna og ungmenna saman, á öllum stigum samfélagsins?
Á málþinginu verður meðal annars fjallað um:
Helstu lýðheilsuáskoranir og verndandi þættir í lífi barna og ungmenna
Stöðu barna og ungmenna af erlendum uppruna
Mikilvægi gagna og gagnreyndra aðgerða í heilsueflingar- og forvarnastarfi
Stafrænt umhverfi og markaðssetningu gagnvart börnum og ungmennum
Raddir unga fólksins: Riddarar kærleikans
Átak í þágu barna og ungmenna í Mosfellsbæ og Öruggara Norðurland
Gerð heildstæðra lýðheilsuáætlana
Aðgangur er ókeypis og öll velkomin – á staðinn eða í streymi
Skráning á málþingið
Facebook-viðburður
Málþingið er einnig liður í vinnustofu tengiliða Heilsueflandi samfélags.
Dagskrá
9:00 Opnunarerindi og umræður
María Heimisdóttir landlæknir
Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ09:45 Að vera af erlendum uppruna í íslensku samfélagi
Oksana Shabatura, brúarsmiður Miðju máls og læsis skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar10:10 Starf byggt á bestu þekkingu – gögn og gott starf
Lýðheilsuvísar og alþjóðlegir staðlar um vímuefnaforvarnir - Ösp Árnadóttir, verkefnastjóri, embætti landlæknis
Ofbeldi meðal og gegn börnum – hvað segja gögnin? - Eygló Harðardóttir, formaður aðgerðahóps vegna ofbeldis meðal og gegn börnum10:35 Stafrænt umhverfi og markaðssetning gagnvart börnum og ungmennum
Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar
Rafn M. Jónsson, verkefnastjóri, embætti landlæknis10:55 Hlé
11:15 Riddarar kærleikans - hvað segja ungmennin?
Embla Bachmann
Kári Einarsson11:25 Markvisst forvarnastarf í heimbyggð
Börnin okkar, 27 aðgerðir – Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar
Öruggara Norðurland vestra – Ásdís Ýr Arnardóttir, verkefnastjóri11:50 Lýðheilsuáskoranir og lýðheilsuáætlanir samfélaga
Gígja Gunnarsdóttir, verkefnastjóri embætti landlæknis12:00 Lok málþings
Fundarstjóri er Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri lýðheilsusviðs embættis landlæknis.