Fara beint í efnið

30. janúar 2023

Lögfræðingur óskast á svið eftirlits og gæða heilbrigðisþjónustu

Embætti landlæknis óskar eftir að ráða lögfræðing í fullt starf á svið eftirlits og gæða heilbrigðisþjónustu.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Embætti landlæknis óskar eftir að ráða lögfræðing í fullt starf á svið eftirlits og gæða heilbrigðisþjónustu.

Helstu hlutverk sviðsins eru eftirlit með heilbrigðisstofnunum og heilbrigðisstarfsmönnum, gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu, kvartanir vegna heilbrigðisþjónustu, rannsókn alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu, veiting starfsleyfa og sérfræðileyfa heilbrigðisstétta og leyfi til reksturs heilbrigðisþjónustu.

Í boði er áhugavert og krefjandi starf þar sem reynir á trausta lögfræðilega þekkingu, sjálfstæði og öguð vinnubrögð. Leitað er að áhugasömum og sveigjanlegum einstaklingi sem hefur frumkvæði og metnað til að ná árangri í starfi.

Frekari upplýsingar um starfið, helstu verkefni og hæfniskröfur má finna á Starfatorgi.