15. janúar 2026
15. janúar 2026
Landbótasjóður auglýsir eftir styrkumsóknum
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Landbótasjóð Lands og skógar. Umsóknarfrestur er til og með 1. febrúar.

Heyrúllum dreift á örfoka land til uppgræðslu. Ljósmynd: Garðar Þorfinnsson
Árlega úthlutar Landbótasjóður Lands og skógar styrkjum til stuðnings félagasamtökum, bændum, sveitarfélögum og öðru umráðafólki lands til verndar og endurheimtar gróðurs og jarðvegs. Áratugurinn 2021 til 2030 er tileinkaður endurheimt vistkerfa og er fólk eindregið hvatt til þátttöku.
Land og skógur veitir ráðgjöf um framkvæmd þeirra verkefna sem sjóðurinn styrkir og hefur eftirlit með framvindu þeirra og metur árangur.
Opnað var fyrir umsóknir 15. janúar og er umsóknarfrestur að þessu sinni til og með 1. febrúar 2026. Umsóknarform og reglur sjóðsins er að finna hér á vef Lands og skógar. Héraðsfulltrúar stofnunarinnar um allt land veita nánari upplýsingar og ráðgjöf.
Nánar um Landbótasjóð – umsókn um styrk