10. mars 2022
10. mars 2022
Ísland fyrir Úkraínu
Á Ísland.is er að finna upplýsingasvæði fyrir þá sem vilja styðja við Úkraínu.
Íslendingar hafa opnað hjörtu sín og landamæri fyrir þeim sem flýja nú stríðsástandið í Úkraínu. Hér á Ísland.is/ukraína er að finna upplýsingasvæði fyrir þá sem vilja styðja við Úkraínu en þar er að finna upplýsingar um einstaka safnanir á vegum íslenskra félagasamtaka sem eiga í samstarfi við utanríkisráðuneytið.
Þar er efst á blaði beiðni til almennings um húsnæði fyrir fólk á flótta.
Fjölmenningarsetur heldur utan um skráningu húsnæðis sem boðið verður flóttafólki.
Fjárframlög og hjálpargögn til Úkraínu
Bein fjárframlög koma almennt að betri notum en útbúnaður og gögn frá almenningi. Því er almennt mælst til að þau sem vilja leggja hjálparsamtökum og öðrum lið vegna stöðunnar í Úkraínu skoði beinan fjárstuðning við stofnanir Sameinuðu þjóðanna og félagasamtök sem nú þegar eru á vettvangi.
Hér eru upplýsingar um einstaka safnanir á vegum íslenskra félagasamtaka sem eiga í samstarfi við utanríkisráðuneytið:
Önnur viðurkennd hjálpar-eða félagasamtök sem standa fyrir fjársöfnun fyrir flóttafólk frá Úkraínu: