Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

12. desember 2023

Þessi frétt er meira en árs gömul

Íbúafundur fyrir íbúa Grindavíkur

Íbúafundur var haldinn í dag fyrir íbúa Grindavíkur í andyrinu á nýju Laugardalshöllinni. Tilgangur fundarins var að miðla upplýsingum og fara yfir stöðuna vegna jarðhræringa í og við Grindavík.

Forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, Hulda Ragnheiður Árnadóttir var meðal frummælenda á fundinum. Hægt er að nálgast erindið sem hún flutti á fundinum hér.

Aðrir frummælendur voru Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, Benedikt Halldórsson, fagstjóri jarðskjálftavár frá Veðurstofu Íslands og Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra.

Til svara auk frummælenda voru sviðsstjórar Grindavíkurbæjar, Atli Geir Júlíusson á umhverfis- og skipulagssviði, Eggert Sólberg Jónsson á frístunda- og menningarsviði, Jón Þórisson á fjármála- og stjórnsýslusviði, Nökkvi Már Jónsson á félagsþjónustu- og fræðslusviði, Jóhanna Lilja Birgisdóttir yfirsálfræðingur á fræðslusviði Grindavíkurbæjar, Sigurður Kristmundsson hafnarstjóri Grindavíkurbæjar og Ari Guðmundsson frá Verkís, verkefnisstjóri við varnargarða.

Fundarstjóri var Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur.