Fara beint í efnið

16. febrúar 2023

Hvað er Ísland.is appið og fyrir hvern?

Þriðjungur þjóðarinnar nýtir reglulega Ísland.is apppið og enn fleiri stafræn skírteini sem er að finna í appinu. En hver er hugmyndin að baki Ísland.is appsins og fyrir hverja er það?

stafraena spjallid app stafraen skirteini

Ísland.is appið og stafræna og stafræn skírteini eru umræðuefni fimmta þáttar Stafræna spjallsins.

Í Stafræna spjallinu ræðum við stafræna umbreytingu á mannamáli og förum yfir praktísk atriði sem gagnast fólki í lífi og starfi. Markmiðið er að auka skilning og opna augu okkar fyrir þeim tækifærum sem leynast í stafrænni þróun. Hið stafræna snýst nefnilega um fólk og því ekkert mikilvægara en að fólk skilji og treysti stafrænni þjónustu.

Í þessum þætti er spjallað um stafræn skilríki og Ísland.is appið, hvernig þetta virkar allt saman og hvernig þetta nýtist fólki í lífi og starfi.

Gestir að þessu sinni eru þeir Gunnar Haukur Stefánsson deildarstjóri hugbúnaðarþróunar hjá Ríkislögreglustjóra, Þórarinn Þórarinsson, lögreglufulltrúi í leyfadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Sigurbjörn Óskarsson vörustjóri hjá Stafrænu Íslandi.

Spyrill er Vigdís Jóhannsdóttir markaðsstjóri Stafræns Íslands.

Skýringarmyndbandi fyrir Ísland.is appið

Lesa nánar um Ísland.is appið.