Fara beint í efnið

30. júní 2023

Hnúðlaxveiði með ádráttarneti

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um leyfi til veiða á hnúðlaxi með ádráttarneti.

fiskistofa fiskar i neti mynd

Fiskistofa vekur athygli á að veiðifélög/veiðirétthafar sem hyggjast veiða hnúðlax á vatnasvæði sínu með ádráttarneti, til að stemma stigu við útbreiðslu hans, þurfa að sækja um leyfi til þess í samræmi við reglugerð um veiðar á hnúðlaxi.

Fiskistofa mun leitast við að afgreiða umsóknir um leið og þær berast, eða næsta virka dag.

Athugið

  • Mikilvægt er að skrá allan afla sem kemur úr þeim veiðum eins og öllum öðrum veiðum.

  • Fiskistofa bendir á að Hafrannsóknastofnun tekur við rafrænum skráningum á veiði.

Nánari upplýsingar um leyfi til veiða á Hnúðlaxi er hægt að nálgast í grein um Hnúðlaxveiðar.