Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

7. nóvember 2025

HERCA herferð: Rétt myndgreining fyrir sjúklinginn minn

Samtök evrópskra geislavarnastofnana (HERCA) hafa sett af stað samskiptaherferð til að vekja athygli á og ýta undir notkun viðeigandi myndgreiningar. Geislavarnir ríkisins eru virkur meðlimur í samtökunum.

Logo HERCA samtakana

Geislavarnastofnanir hvers þátttökulands sjá um herferðina í sínu landi. 21 land í Evrópu tekur þátt. Geislavarnir ríkisins hafa þýtt bæklinga herferðarinnar yfir á íslensku en þeir eru einnig aðgengilegir á fleiri tungumálum, í gegnum heimasíðu herferðarinnar á www.HERCA.org/getting-the-right-image-for-my-patient/

Markmiðið er að vekja athygli heilbrigðisstarfsfólks á nauðsyn þess að nota myndgreiningu á viðeigandi hátt.

Viðeigandi notkun myndgreiningar bætir heilbrigðisþjónustu fyrir alla, bætir aðgengi og minnkar kostnað. Í nýlegu evrópsku verkefni, EU-JUST-CT bentu niðurstöður til þess að, í sumum löndum Evrópu, séu allt að 40% tölvusneiðmyndarannsókna, ekki réttlætanlegar. Það er því til mikils að vinna, ekki síst fyrir sjúklinga.

Nánar má lesa um herferðina á Íslandi og nálgast bæklingana á vefsíðu á vef Geislavarna ríkisins sem tileinkuð er herferðinni, sjá Rétt myndgreining fyrir sjúklinginn minn.