5. mars 2024
5. mars 2024
Heimild til hlétöku á grásleppuveiðum
Á tímabilinu 1. til 20. mars getur bátur gert eitt hlé á veiðum fram yfir 20. mars.
Þessi breyting er gerð samkvæmt breytinga reglugerð (1) um hrognkelsaveiðar árið 2024.
Þeir aðilar sem ætla að nýta sér heimildina tilkynna hléið ásamt staðfestingu á að öll net hafi verið dregin upp á netfangið grasleppa@fiskistofa.is.
Hafa þarf í huga:
Síðasti dagur til að óska eftir hléi er 20. mars
Þann 21. mars hefjast samfelldir veiðidagar að frádregnum þeim dögum sem þegar hafa verið notaðir.
Þeir bátar sem hafa óskað eftir hléi, hjá þeim byrja dagar að telja þegar báturinn hefur veiðar aftur.
Allar nánari upplýsingar um reglur, skilyrði og tilhögun veiðanna má nálgast í grein um Grásleppuveiðileyfi.