17. febrúar 2023
17. febrúar 2023
Heilbrigðisstofnun Suðurlands flytur vef sinn á Ísland.is
Ný vefsíða HSU
Nú hefur Heilbrigðisstofnun Suðurlands bæst í hóp þeirra opinberu stofnanna sem hefur fært vefsíðu sína yfir á Ísland.is. Yfirfærslan var unnin í samstarfi við Stafrænt Ísland sem vinnur að því að styðja við stofnanir ríkisins á þeirra stafrænu vegferð. Við gerð nýja vefsins var efnið endurskoðað og uppfært með það að markmiði að hafa upplýsingar sem aðgengilegastar. Þá var áhersla lögð á að koma ferlum á stafrænt form, nýta tæknina og auka aðgengi að stafrænum samskiptum. Vefurinn verður áfram í stöðugri þróun og er ábendingum tekið fagnandi.
Díana Óskarsdóttir, forstjóri:
Nýr vefur er mikilvægur hluti af þeirri stafrænu vegferð sem Heilbrigðisstofnun Suðurlands er á og skiptir miklu máli þegar kemur að því að miðla upplýsingum til skjólstæðinga okkar. Starfssvæði okkar er gríðarlega viðfermt, allt frá Hellisheiði í vestri til Hafnar í austri og er markmið okkar að vera leiðandi heilbrigðisstofnun á landsbyggðinni þar sem meðal annars er lögð áhersla á fjarheilbrigðissþjónustu og stafræn samskipti. Nýr vefur er í takt við markmið okkar og teljum við að samræmd uppsetning auðveldi aðgengi að upplýsingum enn frekar.
Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Stafræns Íslands
Við tökum fagnandi á móti Heilbrigðisstofnun Suðurlands í samfélagið okkar allra á Ísland.is. Við erum sannfærð um að HSU mun styrkja Ísland.is þegar kemur að upplýsingagjöf til íbúa Suðurlands sem og landsbyggðarinnar allrar.