Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

17. febrúar 2023

Þessi frétt er meira en árs gömul

Heilbrigðisstofnun Suðurlands flytur vef sinn á Ísland.is

Ný vefsíða HSU

HSU

Nú hefur Heilbrigðisstofnun Suðurlands bæst í hóp þeirra opinberu stofnanna sem hefur fært vefsíðu sína yfir á Ísland.is. Yfirfærslan var unnin í samstarfi við Stafrænt Ísland sem vinnur að því að styðja við stofnanir ríkisins á þeirra stafrænu vegferð. Við gerð nýja vefsins var efnið endurskoðað og uppfært með það að markmiði að hafa upplýsingar sem aðgengilegastar. Þá var áhersla lögð á að koma ferlum á stafrænt form, nýta tæknina og auka aðgengi að stafrænum samskiptum. Vefurinn verður áfram í stöðugri þróun og er ábendingum tekið fagnandi.

Vefsíða HSU

Díana Óskarsdóttir, forstjóri:

Nýr vefur er mikilvægur hluti af þeirri stafrænu vegferð sem Heilbrigðisstofnun Suðurlands er á og skiptir miklu máli þegar kemur að því að miðla upplýsingum til skjólstæðinga okkar. Starfssvæði okkar er gríðarlega viðfermt, allt frá Hellisheiði í vestri til Hafnar í austri og er markmið okkar að vera leiðandi heilbrigðisstofnun á landsbyggðinni þar sem meðal annars er lögð áhersla á fjarheilbrigðissþjónustu og stafræn samskipti. Nýr vefur er í takt við markmið okkar og teljum við að samræmd uppsetning auðveldi aðgengi að upplýsingum enn frekar.

Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Stafræns Íslands

Við tökum fagnandi á móti Heilbrigðisstofnun Suðurlands í samfélagið okkar allra á Ísland.is. Við erum sannfærð um að HSU mun styrkja Ísland.is þegar kemur að upplýsingagjöf til íbúa Suðurlands sem og landsbyggðarinnar allrar.

Skoða nýjan vef Heilbrigðisstofnunar Suðurlands


Fylgstu með því nýjasta

Skráðu þig á póstlista Stafræns Íslands og fylgstu með því nýjasta í stafrænni opinberri þjónustu.