Fara beint í efnið

1. september 2022

Guðrún Aspelund tekin við starfi sóttvarnalæknis

Nýr sóttvarnalæknir, Guðrún Aspelund, tók til starfa í dag hjá embætti landlæknis.

Landlæknir logo

Guðrún hefur starfað sem sem yfirlæknir á sviði sóttvarna hjá embættinu. Hún hefur embættispróf í læknisfræði frá Háskóla Íslands og sérfræðimenntun í bæði almennum skurðlækningum og barnaskurðlækningum en hún var lektor og barnaskurðlæknir við Columbia-háskóla á árunum 2007 til 2017.

Guðrún, sem jafnframt hefur lokið meistaranámi í líftölfræði, hefur góða þekkingu á smitsjúkdómum og faraldsfræði þeirra og hefur að auki komið að birtingu vísindagreina um smitsjúkdóma og sýklalyfjanotkun. Hún hefur öðlast mikla þekkingu og reynslu á verkefnum sóttvarnasviðs í starfi sínu undanfarin ár. Þá hefur hún einnig reynslu og stundar nám á sviði opinberrar stjórnsýslu.