6. október 2025
6. október 2025
Fréttabréf september 2025
Fréttabréf Stafræns Íslands september 2025.

September var viðburðaríkur. Þar bar hæst uppskeruhátíð Ísland.is samfélagsins á Tengjum ríkið ráðstefnunni 18. september.
Sjö stofnanir fengu viðurkenningu fyrir sín stafrænu skref á viðburðinum; Vinnueftirlitið, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, embætti landlæknis, Útlendingastofnun, lögreglan, Háskóli Íslands og Þjóðskrá.
Við óskum þeim hjartanlega til hamingju með árangurinn!
Einnig þökkum við öðru samstarfsfólki Stafræns Íslands hjá ýmsum opinberum aðilum sem nú hafa stigið rúmlega 370 stafræn skref með því að innleiða kjarnalausnir Ísland.is: Stafrænt pósthólf, Innskráningarþjónustu, Umsóknarkerfi Ísland.is, Mínar síður, vefsíðu á Ísland.is, spjallmennið Ask, Þjónustukerfi, Ísland.is appið og Strauminn.
Þétt setið á Tengjum ríkið 2025
Yfirskrift ráðstefnunnar var öryggi og stafræn forysta á óvissutímum. Utanríkisráðherra hélt opnunar-erindi fyrir fullum sal af fólki en ríflega 400 manns tóku þátt í ár.
Lesa frétt um ráðstefnuna.
Árangursrík heimsókn
Birna Íris Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Stafræns Íslands, tók þátt í Digital Gov Exchange (DGX) í Singapore á dögunum.
Lesa frétt.
Öruggari innskráning
Stofnanir sem hafa innleitt Innskráningarþjónustu Ísland.is þurfa nú að velja sérstaklega að virkja einskráningu (SSO) kjósi þeir það. Breytingin er gerð til að tryggja aukið öryggi notenda.
Lesa um breytinguna.
Útgáfufréttir
Lestu um helstu breytingar og nýjungar tengdar kjarnaþjónustum og sértækum verkefnum.
Lesa útgáfufréttir.