Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

12. mars 2025

Fréttabréf mars 2025

Fréttabréf Stafræns Íslands mars 2025.

strakurabekk_konavidtolvu

Er þitt teymi efni í landslið hugbúnaðarfólks?

Stafrænt Ísland í samstarfi við Fjársýsluna kallar eftir þátttöku í þróun Ísland.is stærsta hugbúnaðarverkefnis Íslands. Þetta er í þriðja sinn sem Stafrænt Ísland fer þá leið að leið í innkaupum sínum að efna til útboðs og stilla þannig upp landsliði hugbúnaðarfólks.

Að þessu sinni er kallað eftir tveimur tegundum teyma. Annars vegar vefteymi (e. Web Development Team) og hins vegar alhliða teymi (e. Cross Functional Team), en stefnt er að því að gera samning við 20 teymi líkt og í núverandi samningi. Teymum er samkvæmt samningi úthlutað verkefni út frá heildarstigafjölda útboðs.

Auglýsingu fyrir útboðið er að finna á útboðsvef Evrópusambandsins og á Opinberum útboðsvef Íslands.

Fimmtudaginn 13.mars verður haldinn kynningafundur á rammasamningnum og útboðsferlinu.

Lesa frétt um útboðið


Spjallmenni í markaðskönnun

Fjársýslan, fyrir hönd Stafræns Íslands, óskar eftir þátttöku í markaðskönnun (RFI) vegna spjallmenna sem nýta gervigreindarlausnir.

Lesa frétt um markaðskönnunina


7 tilnefningar á SVEF

Verkefni á vegum Stafræns Íslands fá sjö tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna 2025. Þar á meðal er Ísland.is appið tilnefnt í flokknum app ársins og Ísland.is í tveimur flokkum og Stafrænt pósthólf í tveimur flokkunum. Verðhlaunahátíðin fer fram 21.mars nk.

Lesa frétt um tilnefningarnar


Rekstrar- og starfsleyfi á Mínum síðum Ísland.is

Landsmenn sem eru með rekstrar- og/eða starfsleyfi geta séð upplýsingar um þá á Mínum síðum Ísland.is. Unnið er markvisst að því að gera öll slík leyfi aðgengileg. Dæmi um slík leyfi sem þegar eru birt eru gististaðir, heimagisting, veitingastaðir, meistarabréf, heilbrigðisstarfsfólk, fasteignasalar, sveinsbréf, lögmenn, starfsréttindi iðnaðarmanna, áfengisleyfi, verðbréfaráðgjöf, brennuleyfi, tækifærisleyfi og happdrættisleyfi.

Skoða Mínar síður á Ísland.is


Handbók vefstjóra Ísland.is

Á nýliðnum fundi vefstjóra Ísland.is var handbók vefstjóra kynnt til sögunnar. Handbókinni er ætlað að styðja við og leiðbeina þeim sem miðla efni á Ísland.is. Handbókin mun þróast með þörfum vefstjóra.

Skoða handbók vefstjóra


Ísland.is appið

Notendur Ísland.is appsins get nú búið til aðgangslykil í stillingum í appinu. Ef engan aðgangslykil er að finna er þeim boðið að búa hann til þegar smellt er á tengil sem vísar inn á Ísland.is. Að sama skapi má eyða aðgangslyklum. Virkur aðgangslykill þýðir að notendur þurfa ekki að innskrá sig þegar það ferðast milli Ísland.is appsins og Minna síðna Ísland.is.

Lesa nánar um Ísland.is appið


Útgáfufréttir

Stafrænt Ísland heldur áfram að þróa og bæta stafrænar lausnir með reglulegum uppfærslum á bæði kjarnaþjónustum og einstökum stafrænum þjónustum. Útgáfufréttir er ný leið til að miðla þeirri öru þróun sem er að eiga sér stað.

Útgáfa Stafræns Íslands 4.mars 2025


Fundir Ísland.is samfélagsins

Í byrjun mánaðar hittust annars vegar vefstjórar Ísland.is og svo þjónustustjórar ríkisins. Þessir hópar hittast reglulega ár hvert með það að markmiði að bæta annarsvegar upplýsingagjöf og hinsvegar þjónustu hins opinbera. Vefstjórar rýndu verkferla og fóru yfir hvað betur má fara í efnisvinnslu Ísland.is. Á fundi þjónustustjóra var farið yfir þjónustukönnun ríkisins og þjónustukerfið sem stendur opinberum aðilum til boða kynnt. Í lok apríl verður haldinn fundur með tæknistjórum ríkisins.

Tæknistjórar ríkisins - fundur


Meðal verkefna Stafræns Íslands eru:

Umsóknir

  • Staðfesting á skólavist (grunnskóli)

  • Skipta um grunnskóla

  • Afturköllun ellilífeyris

  • Skráning leigusamnings

  • Umsókn um framhaldsskóla

  • Tekjuáætlun TR

  • Tilkynning um netglæp

Umboðskerfi

  • Umboð fyrir framkvæmdastjóra fyrirtækja

Stjórnborð

  • Tölfræði pósthólfs fyrir stofnanir

Fundir / kynningar

  • Kynninga á rammasamningi 13.mars

  • Opin efnisstefnukynning 26.mars

  • Tæknistjórar ríkisins 28.apríl

Ráðstefnur

  • Global Government Forum Innovation - London 26.mars 2025

Vefir í vinnslu

  • Almannavarnir

  • Dómstólasýslan

  • Framkvæmdasýslan

  • Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

  • Landspítali

  • Lögreglan

  • Rannís

  • Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

  • Rammaáætlun

  • Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa

Mínar síður Ísland.is

  • Lyfjaávísanir og lyfjasaga

  • Staða á biðlista

Tilkynningar

  • Lyfjaskírteini rennur út

  • 18 ára afmæli

Stafrænt pósthólf

  • Gagnvirk samskipti

Ráðgjafar Ísland.is

  • Stofnun, rekstur og skyldur fyrirtækja

Fylgstu með því nýjasta

Skráðu þig á póstlista Stafræns Íslands og fylgstu með því nýjasta í stafrænni opinberri þjónustu.