Er fyrirtæki þitt sérfræðingur í gervigreindarspjallmenni?
12. mars 2025
Fjársýslan, fyrir hönd Stafræns Íslands, óskar eftir þátttöku í markaðskönnun (RFI) vegna spjallmenna sem nýta gervigreindarlausnir.

Stafrænt Ísland vinnur að því að aðstoða opinberar aðila við að bæta stafræna þjónustu við almenning með því að gera þjónustuna skýrari, einfaldari og hraðvirkari. Þetta er framkvæmt með því að innleiða kjarnaþjónustur Ísland.is.
Þegar hafa 52 ríkisstofnanir flutt vefsíður sínar yfir á Ísland.is, og gert er ráð fyrir að fjöldinn muni ná 75 fyrir árslok 2025.
Markmið markaðsrannsóknar er að kanna lausnir sem byggja á gervigreind (AI), sem geta hjálpað þessum stofnunum við að þjónusta notendur sína með spjallvélum og hugsanlega sjálfvirkum svörum við tölvupósti.
Til að undirbúa fyrirhugaða innkaup leitar Stafrænt Ísland til markaðarins eftir upplýsingum og/eða ráðgjöf.
Nánari upplýsingar um markaðsrannsóknina má finna á Útboð.is og hjá Fjársýslunni.