Fara beint í efnið

31. janúar 2025

Fréttabréf janúar 2025

Fréttabréf Stafræns Íslands janúar 2025

Vetrarmynd (desktop)

Ávinningur stafvæðingar 2024...

... hvar skal byrja?

Það er erfitt að velja milli barnanna sinna og hvað þá hvaða verkefni stóðu upp úr hjá Stafrænu Íslandi árið 2024. Árið tættist áfram eins og önnur með stórum viðburðum á borð við umsókn um kaup ríkisins á fasteignum í Grindavík, kílómetra skráningu rafmagns- og hybrid bíla, andlátsferill að fullu stafvæddur ásamt ökunámsferli og umsóknarferli um vegabréf. Ísland.is samfélagið rúmlega tvöfaldaðist í stærð og aðgengi fólks að upplýsingum sem og persónulegum gögnum jókst til muna. Um 500 manns sóttu Tengjum ríkið ráðstefnuna og hundruðir til viðbótar fylgdust með í streymi. Þá var haldinn fjöldinn allur af stórum faghópsfundum og námskeiðum. Kjarnaþjónustur þróuðust í takt við þarfir og væntingar notenda og stofnana og ávinningsmat stafrænna ferla ver kynnt til leiks.

Listinn er langt frá því að vera tæmandi en renna má yfir fréttabréf ársins fyrir fleiri verkefni, sem þó nær ekki utan um þau öll.

Fréttabréf Stafræns Íslands

2025 fer af stað með látum með áframhaldandi innleiðingu og undirbúningi nýs rammasamnings þverfaglegra teyma. Þau sjö áhersluatriði sem fá hvað mestan þunga í ár eru innleiðing Umsóknarkerfis Ísland.is, stofnanavefir, lífsviðburðir tengdir atvinnu, heilsu og menntun, kortlagning á gögnum ríkisins og innleiðing samræmds þjónustukerfis.


Árið 2024 í tölum

  • 52 vefir á Ísland.is og á annan tug í vinnslu

  • 298.027 umsóknir fóru í gegnum Umsóknarkerfi Ísland.is 2024 sem er aukning um 79% milli ára.

  • 99 aðilar tengdir Straumnum.

  • 8 stafræn skírteini í Ísland.is appinu og á Mínum síðum Ísland.is.

  • 37 opinberir aðilar birta gögn á Mínum síðum Ísland.is.

  • 103 opinberir aðilar tengdir Stafræna pósthólfinu.

  • 17 stofnanir með virka þjónustusíðu.

  • Um 800 þúsund heimsóttu Ísland.is að meðaltali á mánuði.

    • 9,5 milljón heimsóknir á árinu (9.524.687).

    • Nóvember var stærsti mánuðurinn með rúmlega milljón heimsóknir.

    • Apríl var næst stærstur með 915 þúsund heimsóknir sem má rekja til undirskriftarlista.

  • Flettingar á Ísland.is voru 28 milljónir (27.979.159).

  • Innskráning á Mínar síður Ísland.is voru 303.262 að meðaltali á mánuði.

  • 3,6 milljónir innskráningar á Mínar síður Ísland.is 2024 (3.639.153).

    • Flestar innskráningar á Mínar síður Ísland.is voru í október með 406 þúsund innskráningum. (áhugavert að það er ekki sami mánuður og flestir heimsóttu Ísland.is).

  • Rúmlega 11 millljón skjöl send í Stafræna pósthólfið og þar af tæplega 5 milljónir þeirra opnuð.

  • 58 þúsund notuðu Ísland.is appið í desember 2024 en 197 þúsund hafa sótt appið.

  • Askur svaraði 143.272 erindum leysti að meðaltali úr 90% fyrirspurna.

  • Gallup könnun og helstu niðurstöður

    • Samkv. Gallup hafa 80% notað Stafræna pósthólfið miða við 44% fyrir tveimur árum.

    • 97% landsmanna þekkja Ísland.is.

    • 70% ánægðir eða mjög ánægðir með Ísland.is.

    • Þekking og notkun á Stafræna pósthólfinu jókst töluvert milli ára og fór úr 69% í rétt tæp 80% milli ára.

    • 70 ára og eldri hafa notað Stafræna pósthólfið hvað minnst eða 59% sem er rúmlega 6% aukning frá því í fyrra. Mest mældist notkun hjá 30-39 ára eða 98%.


900 milljóna ávinningur Umsóknarkerfis Ísland.is

Umsóknum sem fóru gegnum Umsóknakerfi Ísland.is fjölgaði um 79% milli ára. Heildarfjöldi umsókna í kerfinu var um 300.000 árið 2024.

Lesa frétt um Umsóknarkerfi Ísland.is


Um 2,8 milljarðar í ávinning af Stafrænu pósthólfi Ísland.is

Í árslok 2024 höfðu alls 103 opinberir aðilar tengst og nýtt sér Stafræna pósthólfið á Ísland.is til samskipta við einstaklinga og fyrirtæki.

Lesa frétta um Stafrænt pósthólf Ísland.is


2024 metár í greiðslum á Ísland.is

Notkun allra kjarnaþjónusta á Ísland.is óx árið 2024 og því mikilvægt að tryggja að sú aukning skili sér alla leið — að notendur viti af og velji stafrænar lausnir umfram pappírsferli.

Lesa frétt um greiðslur 2024 á Ísland.is


Kynningarfundur með ráðgjöfum

Haldinn var kynningarfundur með þeim ráðgjöfum sem samið var við í kjölfar útboðs. Í framhaldinu er boðið uppá námskeið sem gerir þessum aðilum kleift að lenda hlaupandi í samstarfi við Stafrænt Ísland og byggja upp landslið ráðgjafa í hugbúnaðarþróun.


Meðal verkefna Stafræns Íslands

Umsóknir á Ísland.is

  • Staðfesting á skólavist (grunnskóli)

  • Skipta um grunnskóla

  • Afturköllun ellilífeyris

  • Skráning leigusamnings

  • Umsókn um framhaldsskóla

  • Tekjuáætlun TR

  • Tilkynning um vinnuslys

  • Tilkynning um netglæp

Umboðskerfi Stafræns Íslands

  • Umboð fyrir framkvæmdastjóra fyrirtækja

Mínar síður Ísland.is

  • Lyfjaávísanir og lyfjasaga

  • Staða á biðlista

Vefir í vinnslu

  • Almannavarnir

  • Dómstólasýslan

  • Framkvæmdasýslan

  • Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

  • Landspítali

  • Lögreglan

  • Rannís

Ráðgjafar Ísland.is

  • Lyfjaávísanir og lyfjasaga

  • Staða á biðlista

  • Atvinnutengdir lífsviðburðir