Fara beint í efnið

10. janúar 2025

900 milljóna ávinningur af Umsóknakerfi Ísland.is 2024

Umsóknum sem fóru gegnum Umsóknakerfi Ísland.is fjölgaði um 79% milli ára. Heildarfjöldi umsókna í kerfinu var um 300.000 árið 2024.

Stafrænt Ísland hausmynd

Umsóknum sem fóru gegnum Umsóknakerfi Ísland.is hefur fjölgað um 79% milli ára, heildarfjöldi umsókna í kerfinu var um 300.000 árið 2024. Alls nýttu 42 opinberir aðilar umsóknakerfið í fyrra, þar á meðal stofnanir, sveitarfélög og ráðuneyti en þeim hefur fjölgað hratt að undanförnu, eða um 150% frá árinu 2023.

Fjöldi umsókna:

Ártal

Sérsniðnar umsóknir

Staðlaðar umsóknir

Samtals

Aukning

2024

244.279

53.748

298.027

79%

2023

134.642

31.476

166.118

213%

2022

28.807

24.232

53.039

Fjárhagslegur ávinningur þessa er áætlaður um 900 milljónir kr. eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Þá hefur stafvæðing ferla sömuleiðis einfaldað líf fólksins í landinu umtalsvert með fækkun bílferða og minni biðtíma. Umsóknakerfi á Ísland.is er opið allan sólarhringinn og notendur geta því sinnt sínum erindum þegar þeim hentar best. Upplifun notenda er einnig bætt með samræmdu útliti, leiðbeiningum og flæði umsóknarferla þar sem tekið er tillit til ströngustu aðgengiskrafna.

Röð

Umsókn

Magn

Stofnun

1

Tilkynning um eigendaskipti að ökutæki

43.805

Samgöngustofa

2

Umsókn um Evrópska sjúkratryggingakortið

40.915

Sjúkratryggingar

3

Umsókn um vegabréf

29.448

Sýslumenn

4

Alþingiskosningar - mæla með framboði

20.955

Landskjörsstjórn

5

Umsókn um sakavottorð

17.590

Sýslumenn

6

Umsókn um að gerast leiðbeinandi í æfingaakstri B-flokk

11.309

Sýslumenn

7

Umsókn um ökuskírteini

10.853

Sýslumenn

8

Umsókn um fæðingarorlof

10.619

Vinnumálastofnun

9

Fjárhagsaðstoð

8.414

Sveitarfélögin

10

Akstursmat

5.715

Sýslumenn

* Mest notuðu umsóknir Umsóknakerfis Ísland.is 2024.

Sömuleiðis sýnir Ávinningsmat stafrænna ferla að hagræðing af Umsóknakerfinu hafi verið um 900 milljónir kr. árið 2024. Miðast það við þær 300 þúsund umsóknir sem fóru í gegnum kerfið að gefnum sömu forsendum um að afgreiðslutími sé 10 mínútur og tvær heimsóknir hafi þurft til að ljúka erindinu.

Umsoknakerfi 2025

Meðal notkun umsóknar í Umsóknakerfi Ísland.is er 1.167 þúsund á ári og ef miðað er við 10 mínútna afgreiðslutíma og 2 heimsóknir til stofnunar vegna erindis er hagræðing um 3,5 milljónir á ári per umsókn fyrir stofnunina eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. 

Umsóknakerfi 1 2025 - ávinningur

Athygli er vakin á því að ávinningur í Ávinningsmatinu er skilgreindur lágmarksávinningur sem fæst af því að stafvæða ferla. Þannig eru tækifæri í breyttri húsnæðisþörf eða breytingum á innri ferlum ekki tekin með í útreikningum.

Lesa nánar um Umsóknakerfi Ísland.is

Skoða ávinningsmat stafrænna ferla