Fara beint í efnið

27. apríl 2021

Fréttabréf apríl 2021

Þó íslenska sumarið sé gengið í garð þá erum við hjá Stafrænu Íslandi ekki komin í sumarfrí. Fjöldinn allur af stafrænum ferlum hafa litið dagsins ljós í vetur og næstu vikur mun þeim fjölga hratt.

covermynd

Þó íslenska sumarið sé gengið í garð þá erum við hjá Stafrænu Íslandi ekki komin í sumarfrí. Fjöldinn allur af stafrænum ferlum hafa litið dagsins ljós í vetur og næstu vikur mun þeim fjölga hratt. Á bak við tjöldin höfum við formlega hafið svokallað "feature flagging" sem gefur okkur tækifæri til að gefa út nýjar þjónustur hraðar en áður. Þá er ný innskráningarþjónusta komin í formlegar prófanir ásamt nýjum Mínum síðum. Umsókn fyrir stofnanir um að birta gögn í pósthólfi Ísland.is er nú að finna á Ísland.is

Þá viljum við vekja sérstaka athygli á að Stafræna stefnu hins opinbera er að finna í Samráðsgátt og opið er fyrir umsagnir til 28. apríl.

Gleðilegt sumar!


svef verdlaun

Ísland.is vinnur til verðlauna

Ísland.is fékk á dögunum bæði viðurkenningu fyrir aðgengismál sem og verðlaun sem besti opinberi vefurinn 2020. Við hjá Stafrænu Íslandi tökum þessu stolt sem hvatningu um að gera enn betur og óskum öllum samstarfsaðilum okkar innilega til hamingju. 


Ert þú gervigreind/t/ur?

Ríkisstjórn Ísland hefur fjárfest í vefnámskeiði um gervigreind og gert aðgengilega fyrir alla landsmenn. Ísland.itekur þátt verkefninu enda mikilvægt að allir Íslendingar hafi jöfn tækifæri til að styrkja stafræna þekkingu sína. 


umferd

Blái takkinn 

Í þeim tilfellum sem stofnanir hafa bætt þjónustu sinni inn á Ísland.is hefur hlutfall rafrænna umsókna strax orðið mjög hátt. Sem dæmi má nefna var hlutfall rafrænna sakavottorða 68% í mars 2021.


loftbru linurit

15 þúsund flogið með Loftbrú

Þar er nýtingin mest í hópnum 20-24 ára og heilt yfir hlutfall kvenna sem nýtir úrræðið áberandi hærra eða 60/40.


Léttum lífið

Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Stafræns Íslands hélt erindið Stafrænt Ísland: Á fleygiferð inn í framtíðina á ráðstefnu fjármála- og efnahagsráðuneytisins þann 14. apríl síðastliðinn.


Ísland.is

Í meðfylgjandi kynningarmyndbandi er tekin saman tilgangur og framtíðarsýn Ísland.is sem verður í sífelldri þróun næstu árin.


Fjármála- og efnahagsráðuneytið fer með stefnumótun stjórnvalda um upplýsingatækni.  Á vegum ráðuneytisins er starfrækt verkefnastofa um Stafrænt Ísland sem vinnur að framgangi verkefna þvert á stofnanir ríkis og sveitarfélaga með það að markmið að stórefla stafræna þjónustu.