Fara beint í efnið

Elemennt gervigreindaráskorun

Elemennt gervigreindaráskorunin

Gervigreindaráskorunin Elemennt er opið vefnámskeið sem ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að fjárfesta í til að styrkja íslensku þjóðina og auka samkeppnishæfni hennar. Námskeiðið er hluti af aðgerðaráætlun fyrir Ísland í fjórðu iðnbyltingunni, með það að leiðarljósi að leggja rækt við þekkingu, uppbyggingu hennar og flæði um allt samfélagið til að sporna gegn skiptingu í hópa þeirra sem eiga eða eiga ekki, kunna eða kunna ekki, skilja eða skilja ekki.

Markmið verkefnisins eru:

  • Að gera þekkingu á gervigreind aðgengilega fyrir alla svo fólk finni kraft og tækifæri í nýrri tækni, fremur en ógn

  • Að valdefla íslensku þjóðina og auka samkeppnishæfni hennar

  • Að styrkja starfsmöguleika og starfshæfni Íslendinga

Um er að ræða 30 klukkustunda netnámskeið í 6 hlutum sem einstaklingar geta tekið þegar þeim hentar, hvort sem er í tölvu eða síma, en það er hannað til að vera aðgengilegt flestum, óháð aldri, starfsreynslu eða öðru. Námskeiðið hefur hlotið fjölda verðlauna (meðal annars frá MIT – Massachusetts Institute of Technology) og er nefnt fyrst í flokki vefáfanga um tölvunarfræði, á undan áföngum þekktra menntastofnana á borð við Stanford, Harvard og MIT.

Við skorum á jafnt fyrirtæki og einstaklinga hvaðanæva úr þjóðfélaginu til að skrá sig á námskeiðið, öðlast nýja þekkingu og taka á móti framtíðinni með opnum huga.

Nánar um námskeiðið á vefnum elementsofai.isElemennt gervigreindaráskorunin

Þjónustuaðili

Staf­rænt Ísland