25. ágúst 2025
25. ágúst 2025
Frammistöðuáætlun 2025-2029 í flugleiðsöguþjónustu
Samgöngustofa hefur gefið út frammistöðuáætlun Íslands 2025-2029 í flugleiðsöguþjónustu. Áætlunin byggir á alþjóðlegum kröfum og er liður í innleiðingu markmiða um örugga, hagkvæma og umhverfisvæna flugleiðsögu í sam-evrópska loftrýminu (Single European Sky).

Áhersla er lögð á öryggi, umhverfi, afköst og kostnaðarhagkvæmni með það að markmiði að stuðla að sjálfbærni, betri nýtingu loftrýmis og minni losun gróðurhúsalofttegunda.
Áætlunin var unnin í samráði við hagaðila og hefur fengið staðfestingu innviðaráðherra og forstjóra Samgöngustofu. Tekið er við ábendingum og athugasemdum sem nýtast við frekari þróun áætlunarinnar.