Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

29. apríl 2025

Farsæld barna hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Hjá HSN eru tengiliðir farsældar starfandi á öllum starfsstöðvum, fyrir börn frá meðgöngu/fæðingu þangað til þau byrja í leikskóla.

Farsæld barna felur í sér að tryggja aðstæður sem skapa barni skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðilegum og félagslegum þroska og heilsu, samkvæmt nýrri löggjöf um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. 
 
Upplýsingar um tengiliði farsældar og netföng þeirra má finna á upplýsingasíðu farsældar barna hjá HSN. Foreldrar/forráðamenn barna sem ekki eru byrjuð á leikskóla geta haft samband beint við tengiliði ef þau telja að þörfum barns sé ekki mætt á fullnægjandi hátt.  

Markmiðið með viðtali við tengilið er að ná betri heildarsýn á aðstæðum barns. Ef þörf er á og foreldrar/forráðamenn óska eftir er hægt að þiggja samþættingu þjónustu. Þá geta þeir þjónustuaðilar sem koma að málefnum barns/fjölskyldu talað saman og unnið betur saman. Þetta stuðlar að því að barn fái rétta aðstoð, á réttum tíma og frá réttum aðilum og veitir aukið öryggi. 

Tengiliðir farsældar barna eru einnig í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og hjá félagsþjónustu þess sveitarfélags þar sem barn á lögheimili.  

Nánari upplýsingar um Farsæld barna má sjá á heimasíðu BOFS (Barna- og fjölskyldustofu) og á heimasíðunni Farsæld barna