19. desember 2025
19. desember 2025
Desemberuppbót til einstaklinga sem fá greiddar maka- og umönnunarbætur
Búið er að greiða desemberuppbót til þeirra sem fá greiddar maka- og umönnunargreiðslur. Þau sem fengu greiddar maka- og umönnunargreiðslur á árinu 2025 eiga rétt á uppbótinni.

Full desemberuppbót er 66.291 króna en greitt er í hlutfalli við þá mánuði sem viðkomandi fékk greidda á árinu 2024.
Desemberuppbótin er greidd á grundvelli reglugerðar um desemberuppbætur til maka- og umönnunarbótaþega árið 2025.