16. desember 2025
16. desember 2025
Breyting á reglugerð um barnalífeyri vegna náms
Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur undirritað breytingu á reglugerð um heimild Tryggingastofnunar til að greiða barnalífeyri vegna náms eða starfsþjálfunar ungmenna á aldrinum 18 – 20 ára.

Sjá frétt á vef Stjórnarráðsins.
Breytingin felur í sér afnám skilyrðis um að umsækjendur megi ekki eiga eignir í peningum eða verðbréfum yfir 4 milljónir króna. Nú skiptir innistæða á bankareikningi eða eign í verðbréfum því ekki máli þegar kemur að afgreiðslu umsóknar.
Breytingin er afturvirk og gildir frá og með 1. ágúst 2025. Önnur skilyrði eru óbreytt svo sem tekjuviðmið en umsækjendur mega ekki hafa hærri atvinnutekjur en 323.029 krónur á mánuði fyrir skatt samhliða námi sínu.
Lesa má nánar um rétt til barnalífeyris vegna náms eða starfsþjálfunar á vef TR.