Fara beint í efnið

14. júní 2023

Breyting á nafni apabólu í MPX veirusýking

Breyting hefur verið gerð á nafni sjúkdómsins apabólu og heitir sjúkdómurinn nú MPX veirusýking en veiran MPX veira. Þetta er gert í samræmi við tilmæli Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO).

Embætti landlæknis - logo-ISL-SVL-litid

Á ensku kallast sjúkdómurinn og veiran nú mpox en heitið monkeypox verður notað samhliða út árið. Uppfærsla á alþjóðlegri flokkun sjúkdóma (ICD-10 kerfi) varðandi nafnabreytinguna verður gerð hérlendis í þessari viku.

Sjá nánar á vef Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) 

Sóttvarnalæknir