Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

17. september 2024

Þessi frétt er meira en árs gömul

Birting lýðheilsuvísa 2024

Lýðheilsuvísar 2024 verða kynntir föstudaginn 20. september kl. 11:00-13:00. Hægt verður að fylgjast með kynningunni í streymi.

Lýðheilsuvísar eru safn mælikvarða sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar og tengda þætti. Birting lýðheilsuvísa eftir heilbrigðisumdæmum hefur verið árlegur viðburður síðan árið 2016 og annað árið í röð eru gefnir út lýðheilsuvísar fyrir fjölmennustu sveitarfélögin. Lýðheilsuvísum er ætlað að auðvelda sveitarfélögum, þ.m.t. Heilsueflandi samfélögum, og heilbrigðisþjónustu að greina stöðuna í sínu umdæmi, finna styrkleika og áskoranir og meta þarfir íbúanna þannig að hægt sé að vinna að bættri heilsu og líðan.

Dagskrá

  • Ávarp
    Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar

  • Þegar dynur yfir samfélag - lýðheilsuvísar og áföll
    Alma D. Möller, landlæknir

  • Lýðheilsuvísar tengdir samfélaginu og heilsu og sjúkdómum
    Sigríður Haraldsd. Elínardóttir, sviðsstjóri heilbrigðisupplýsinga, embætti landlæknis

  • Lýðheilsuvísar tengdir lifnaðarháttum og líðan
    Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri lýðheilsusviðs, embætti landlæknis

  • Hagnýt notkun lýðheilsuvísa við skipulag heilbrigðisþjónustu HSS
    Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja