Fara beint í efnið

12. september 2023

Birting lýðheilsuvísa 2023

Lýðheilsuvísar 2023 verða kynntir í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur fimmtudaginn 14. september nk. kl. 13:00-14:30. Hægt verður að fylgjast með kynningunni á staðnum eða í streymi.

Áhrifaþættir heilbrigðis og heimsmarkmiðin - mynd

Lýðheilsuvísar eru safn mælikvarða sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar. Birting lýðheilsuvísa eftir heilbrigðisumdæmum hefur verið árlegur viðburður síðan árið 2016 og í ár verða í fyrsta sinn formlega gefnir út lýðheilsuvísar fyrir níu fjölmennustu sveitarfélögin. Lýðheilsuvísum er ætlað að auðvelda sveitarfélögum, þar með talið Heilsueflandi samfélögum, heilbrigðisþjónustu og öðrum að greina stöðuna í sínu umdæmi, finna styrkleika og áskoranir og meta þarfir íbúanna þannig að hægt sé að vinna markvisst að bættri heilsu og líðan.

Dagskrá:

  • Ávarp: Alma D. Möller landlæknir

  • Gildi lýðheilsuvísa fyrir starf sveitarfélaga – Dagur B. Eggertsson borgarstjóri

  • Lýðheilsuvísar tengdir samfélaginu og heilsu og sjúkdómum - Sigríður Haraldsd. Elínardóttir, sviðsstjóri heilbrigðisupplýsinga, embætti landlæknis

  • Lýðheilsuvísar tengdir lifnaðarháttum og líðan - Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri lýðheilsusviðs, embætti landlæknis

  • Lýðheilsuvísar og starf Heilsueflandi samfélags – Gígja Gunnarsdóttir, verkefnastjóri Heilsueflandi samfélags, embætti landlæknis

  • Umræður

Fundarstjóri er Harpa Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri lýðheilsumála hjá Reykjavíkurborg