Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

22. ágúst 2025

Ársskýrsla embættis landlæknis 2024 er komin út

Ársskýrsla embættis landlæknis fyrir árið 2024 hefur verið gefin út.

Þau tímamót urðu í desember 2024 að Alma D. Möller lét af embætti sem landlæknir en hún hafði gegnt starfinu frá árinu 2018. Nýr landlæknir, María Heimisdóttir, sem tók við embætti í mars 2025, ritar því aðfararorð í fyrsta skipti. Þar kemur fram að hlutverk embættis landlæknis sé fjölbreytt en meginmarkmið þess sé að stuðla að heilbrigði landsmanna, meðal annars með því að efla lýðheilsustarf, tryggja gæði heilbrigðisþjónustu og stuðla að því að lýðheilsustarf og heilbrigðisþjónusta byggist á bestu þekkingu og reynslu á hverjum tíma. Landlæknir bindur vonir við að ársskýrslan gefi gott yfirlit yfir verkefni ársins 2024 og þann árangur sem náðst hefur. Í lokin ritar María: „Flest verkefni embættisins eru til langs tíma og hér eftir sem hingað til verður lögð áhersla á samstarf við innlenda og erlenda aðila, nýsköpun og stöðuga þróun í þágu heilsu og velferðar landsmanna.“

Hildur Björk Sigbjörnsdóttir, vef- og útgáfustjóri
hildur.b.sigbjornsdottir@landlaeknir.is