Fara beint í efnið

5. september 2022

Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna 10. september

Þann 10. september, er árlegur alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna. Tilgangur dagsins er að stuðla að forvörnum sjálfsvíga og minnast þeirra sem hafa dáið í sjálfsvígi. Í tilefni dagsins í ár hafa verið skipulagðir viðburðir og kyrrðarstundir um land allt.

Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna. Banner.


Málþing, kvikmyndasýning, formleg opnun og kyrrðarstundir

7. september – Málþing um sjálfsvígsforvarnir  

Dagskrá

Kl.11.50 – Opnun málþings - Kristín Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Pieta samtakanna

Kl.12.00 - Fyrstu 1000 dagarnir, forvarnir byrja við fæðingu, Stefanía Birna Arnardóttir og Sæunn Kjartansdóttir frá Geðheilsuteymi Fjölskylduverndar

Kl.12.10 - Hvernig eflum við seiglu og þrautseigju, hvað getum við gert sem foreldrar / fagfólk – Kristín Inga Grímsdóttir frá BUGL

Kl.12.20 – Kynning á verkefninu “Okkar heimur” – Sigríður Gísladóttir frá Okkar heimi

Kl.12.30 – Hvernig á að tala við börn eftir sjálfsvíg? – Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir frá embætti landlæknis

Kl.12.40 – Kynning á BUILD, forvarnarverkefni fyrir börn í grunnskóla – Guðbjörn Lárus Guðmundsson frá Pieta samtökunum

Kl.12.50 – Umræður

Kl.13.00 – Málþingi lokið

7. september kl. 20:00 – Víðistaðakirkja kyrrðarstund

Kyrrðar og samverustund leidd af Sr. Braga Ingibergssyni, Hafdís Huld Þórólfsdóttir og Björgvin Franz Gíslason flytja hugleiðingar og Sveinn Arnar heldur utan um tónlistina. Allir velkomnir.

8. september kl.13.30 – Pieta hús Amtmannsstíg 5a

Formleg opnun á Pieta húsi. Willum Þór heilbrigðisráðherra flytur ávarp

10. september kl.12:00 – 16:00 - Kringlan

Geðhjálp kynnir starfsemi sína og verkefni í Kringlunni og tónlistarfólkið Gusgusar og Emmsjé Gauti skemmta gestum og gangandi. Allir velkomnir.

10. september kl. 20:00 - Akraneskirkja

Ávarp, hugleiðing og bæn, ásamt ljúfum tónum. Kveikt á kertum í minningu látinna ástvina. Kaffisopi og spjall eftir stundina. Allir velkomnir.

10. september kl. 20:00 - Glerárkirkja

Dagskráin er samstarfsverkefni Grófarinnar, Pieta, Sorgarmiðstöðvar og Þjóðkirkjunnar. Séra Sindri Geir Óskarsson leiðir stundina. Tónlistarflutningur og kveikt verður á kertum í minningu látinna ástvina. Samverustund og kaffisopi á eftir. Allir velkomnir.

Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna

10. september kl. 20:00 – Kveiktu á kerti heima

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvetur, á yfir 50 tungumálum, alla til að kveikja á kerti og setja út í glugga þennan dag, sjá https://www.iasp.info/wspd/light-a-candle/

• Til að minnast þeirra sem hafa dáið í sjálfsvígi.

• Til að tendra ljós til þeirra sem á þurfa að halda

• Til stuðnings forvörnum gegn sjálfsvígum

11. september – Kvikmyndasýning

Heimildarmyndin, Út úr myrkrinu, sem fjallar um sjálfsvíg á Íslandi og reynslu aðstandenda þeirra sem hafa dáið í sjálfsvígi verður sýnd í Bíó Paradís kl.15:00, allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Myndin verður einnig á dagskrá RÚV kl. 20:30. Tónlistin í myndinni er eftir Óskarsverðlaunahafann Hildi Guðnadóttur. Leikstjórn: Helgi Felixson og Titti Johnson.

Sýnishorn úr myndinni á vef hjá Bíó Paradís.

12. september kl. 20:00 – Dómkirkjan

Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir verkefnastjóri hjá embætti landlæknis leiðir stundina, Jóhanna María Eyjólfsdóttir djákni flytur hugvekju, Einar Þór Jónsson, segir frá reynslu sinni af því að missa bróður sinn í sjálfsvígi. Systur sjá um tónlistarflutning og kveikt verður á kertum í minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Allir velkomnir.

Eftirtaldir aðilar standa að dagskránni á höfuðborgarsvæðinu

  • Embætti landlæknis

  • Geðhjálp

  • Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

  • Landspítalinn – geðsvið

  • Minningarsjóður Orra Ómarssonar

  • Pieta samtökin

  • Rauði krossinn

  • Sorgarmiðstöð

  • Þjóðkirkjan

Nánari upplýsingar veitir 

Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,
verkefnisstjóri hjá embætti landlæknis,
netfang: gudrun.j.gudlaugsdottir@landlaeknir.is