12. apríl 2021
12. apríl 2021
Þér kann að vera hætta búin - Fræðslubæklingur
Gefinn hefur verið út fræðslubæklingurinn „Þér kann að vera hætta búin“, sem fjallar um róandi lyf og svefnlyf. Bæklingurinn fræðir um lyfin og hjálpar einstaklingum að meta í samvinnu við heilbrigðisstarfsmenn, hvort þeir geti fetað veg að betri heilsu og hafið niðurtröppun róandi lyfja eða svefnlyfja.
Gefinn hefur verið út fræðslubæklingurinn Þér kann að vera hætta búin, sem fjallar um róandi lyf og svefnlyf. Bæklingurinn fræðir um lyfin og hjálpar einstaklingum að meta í samvinnu við heilbrigðisstarfsmenn, hvort þeir geti fetað veg að betri heilsu og hafið niðurtröppun róandi lyfja eða svefnlyfja.
Bæklingurinn er afrakstur rannsóknarvinnu The Canadian Deprescribing Network sem nefndist EMPOWER - Eliminating Medications Through Patient Ownership of End Results.
Bæklingurinn var prófaður sem tæki til að draga úr notkun róandi lyfja og svefnlyfja, þ.e. benzódíazepínum og svo nefndum Z-lyfjum. Niðurstöðurnar studdu notkun hans sem hjálpartæki í í samtali heilbrigðisstarfsmanns og sjúklings um niðurtröppun lyfjanna.
Elín Ingibjörg Jacobsen lyfjafræðingur og Guðlaug Þórsdóttir lyf- og öldrunarlæknir þýddu og staðfærðu bæklinginn með leyfi frá The Canadian Deprescribing Network og Dr. Cara Tannenbaum, í samvinnu við embætti landlæknis og með styrk frá Lyfjafræðingafélagi Íslands.
Bæklingurinn hefur verið birtur á heimasíðu Byltuvarna Landspítala, á heimasíðu Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu og nú einnig á heimasíðu embættis landlæknis.