Fara beint í efnið

22. janúar 2018

Sniðmát að viðbragðsáætlunum heilbrigðisstofnana - 2. útgáfa. 2018

Sniðmát að viðbragðsáætlun heilbrigðisstofnana er verkfæri sem auðveldar heilbrigðisstofnunum að vinna sínar viðbragðsáætlanir.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Sniðmát að viðbragðsáætlun heilbrigðisstofnana er verkfæri sem auðveldar heilbrigðisstofnunum að vinna sínar viðbragðsáætlanir. Sniðmát að viðbragðsáætlun heilbrigðisstofnana vegna hópslysa var gefið út árið 2009 og var það unnið af starfsmönnum almannavarnadeildar RLS, Landspítala og starfsmönnum Embættis landlæknis.

Verkefnið hlaut gæðastyrk frá Velferðarráðuneytinu og hafa viðbragðsáætlanir heilbrigðisstofnana verið gerðar samkvæmt þessu fyrsta sniðmáti. Ný og endurgerð útgáfa er komin á vefinn og var verkefnið unnið af starfsmönnum almannavarnadeildar RLS, Landspítala og starfsmönnum sóttvarnalæknis. Í innleiðingarferli voru lokadrög send til framkvæmdastjórna heilbrigðisstofnana og óskað eftir ábendingum til breytinga.

Nýja sniðmátið er mun víðtækara og tekur til viðbragða heilbrigðisstofnana vegna hópslysa, náttúruvár, mengunar, farsótta, eitrunar, rofins rekstur og til atvika þar sem orsök eru óþekkt.

Þegar kemur að uppfærslu viðbragðsáætlana hjá heilbrigðisstofnunum mun þetta sniðmát standa þeim til boða og jafnframt eru heilbrigðisstofnanir hvattar til þess að vista viðbragðsáætlanir á opinni vefsíðu hjá sér. 

Lesa nánar: Sniðmát að viðbragðsáætlunum heilbrigðisstofnana - 2. útgáfa. 2018

Sóttvarnalæknir