21. apríl 2021
21. apríl 2021
Skráning í sóttkví vegna dvalar með öðrum einstakling sem er skipað í sóttkví vegna COVID-19
Sóttkví er notuð þegar útsetning af COVID-19 er möguleg. Skv. reglugerð frá 9. apríl þurfa þeir sem gert hefur verið að sæta sóttkví að halda sig heima við eða á viðeigandi sóttkvíarstað
(English below)
Sóttkví er notuð þegar útsetning af COVID-19 er möguleg. Skv. reglugerð frá 9. apríl þurfa þeir sem gert hefur verið að sæta sóttkví að halda sig heima við eða á viðeigandi sóttkvíarstað, sbr. leiðbeiningar sóttvarnalæknis. Einstaklingur skal vera einn á dvalarstað í sóttkví nema aðrir á sama dvalarstað fylgi jafnframt reglum um sóttkví, þ.m.t. fari ekki til vinnu, skóla eða í verslanir, og tilkynni sóttvarnalækni um slíka sjálfskipaða sóttkví.
Einstaklingar geta skráð sig í sjálfskipaða sóttkví gegnum Heilsuveru. Viðkomandi setur inn hverjum hann tengist sem var skipað í sóttkví, upplýsingar um sóttkvíarstað og upphafsdag (útsetningardag). Við skráningu kemur staðfesting í SMS.
Sá sem dvelur á sama stað og einstaklingur sem er í skipaðri sóttkví, vegna ferðalags erlendis eða nándar við COVID-19 tilfelli, þarf einnig að fylgja reglum um sóttkví.
Einstaklingur í sjálfskipaðri sóttkví þarf ekki að fara í sýnatöku ef einkennalaus og sjálfskipuð sóttkví lýkur ef sýni þess sem dvalið er með er neikvætt í lok hans/hennar sóttkvíar. Venjulega er sú sýnataka eftir 5 daga frá heimkomu eða 7 daga eftir nánd við tilfelli. Annars er sóttkví 14 dagar.
Við lok sóttkvíar má sækja vottorð í Heilsuveru en þar kemur þá fram að um sjálfskipaða sóttkví var að ræða.
Mikilvægt er að kynna sér vel og fylgja reglum um sóttkví á vef embættis landlæknis og covid.is
Í sóttkví má ekki:
Fara út af heimilinu nema brýna nauðsyn beri til, s.s. til að sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu
Nota almenningssamgöngur
Fara til vinnu eða skóla
Fara á mannamót
Fara í líkamsræktarstöðvar, sundlaugar, leik-/kvikmyndahús, verslanir, pósthús, banka o.fl.
Heimsækja fjölsótta staði þó þeir séu undir beru lofti
Dvelja í sameiginlegum rýmum fjölbýlishúsa, s.s. stigagöngum, þvottahúsum
Taka á móti gestum
Brot á sóttvarnarreglum geta varðað sektum.
Í sóttkví má:
Fara í einkennasýnatöku vegna COVID-19 sem má panta á Mínar síður á Heilsuvera.is
Sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu að höfðu samráði við heilsugæslu/1700/112
Fara í gönguferðir (ekki á fjölsótta staði samt) en þá halda sig í a.m.k. 2 metra fjarlægð frá öðrum Miðað er við tvær gönguferðir á dag í hámark 30 mínútur í hvort sinn.
Self-registration for quarantine to stay with another person who is obligated to be in quarantine due to COVID-19
Quarantine is used when exposure to COVID-19 is possible. According to Regulation no. 375/2021 from 9 April, those who have been placed in quarantined must stay at home or in another appropriate housing, as per the Chief Epidemiologist´s instructions. An individual shall be alone at the place of quarantine unless others at the same place also follow the rules on quarantine, including do not go to work, school or shops, and notify the Chief Epidemiologist of such self-registered quarantine.
Individuals can self-register for quarantine at Heilsuvera. Information is entered about the person they are in quarantine with, location and start of quarantine (exposure day). Confirmation of registration is received by SMS/text message.
An individual who stays in the same place as someone who is obligated to be in quarantine, because of travel or close contact with a COVID-19 case, also needs to follow the rules of quarantine.
An individual in self-registered quarantine does not need to undergo a PCR test if without symptoms. The self-registered quarantine will end when the quarantine of the person they are staying with is lifted with his/her negative test at the end. This is usually 5 days after arrival from abroad or 7 days because of close contact with a case. Otherwise, quarantine is 14 days.
In the end a certificate can be obtained at Heilsuvera, where it is stated that it was a self-registered quarantine.
It is important to carefully read and follow the instructions for quarantine and other information on covid.is.
In quarantine it is not allowed to:
Leave the home (quarantine location) unless necessary, e.g. to seek necessary health care
Use public transport
Go to work or school
Attend any gatherings
Visit fitness centers, swimming pools, theatres, cinemas, shops, the post office, bank and such
Visit places were many gather, even if out in the open
Stay in shared condominium space, e.g. stairwell, laundry rooms
Receive guests
In quarantine it is allowed to:
Go for a COVID-19 test for symptoms. A test due to symptoms can be ordered on heilsuvera.is
Seek necessary health care, after consulting with the health care service/1700 (+354 544 4113)/112
Go for walks near the home (quarantine location) but keep at least 2 meter distance from others. The norm is two walks a day for a maximum of 30 minutes at a time