Fara beint í efnið

5. mars 2019

Samantekt á klínískum leiðbeiningum fyrir súrefnisgjöf í heimahúsi: Ráðleggingar og ábendingar um góða klíníska starfshætti

Samantekt á klínískum leiðbeiningum fyrir súrefnisgjöf í heimahúsi: Ráðleggingar og ábendingar um góða klíníska starfshætti.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Samantekt á klínískum leiðbeiningum fyrir súrefnisgjöf í heimahúsi: Ráðleggingar og ábendingar um góða klíníska starfshætti hafa nú verið birtar á vef Embættis landlæknis. Leiðbeiningarnar eru byggðar á leiðbeiningum bresku lungnalæknasamtakanna og skal líta á þær sem leiðbeinandi. Ákvörðun um meðferð og eftirlit skal ætíð taka af lækni og sjúklingi í ljósi aðstæðna.

Höfundar leiðbeininganna eru Alda Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Bryndís Halldórsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Eyþór Hreinn Björnsson, læknir, Guðrún Magney Halldórsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Helga Sjöfn Jóhannesdóttir, sjúkraþjálfari, Jónína Sigurgeirsdóttir, hjúkrunarfræðingur og Stella S. Kemp Hrafnkelsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Leiðbeiningar þessar verða endurskoðaðar af vinnuhópnum í ljósi nýrrar vitneskju.

Samantekt á klínískum leiðbeiningum fyrir súrefnisgjöf í heimahúsi
Ráðleggingar og ábendingar um góða klíníska starfshætti.