15. janúar 2018
15. janúar 2018
Leiðbeiningar um varnir gegn öskufalli af völdum eldgosa.
Í ljósi þess að almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi vegna hugsanlegs eldgoss í Öræfajökli hafa leiðbeiningar um varnir gegn öskufalli af völdum eldgosa verið uppfærðar.
Í ljósi þess að almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi vegna hugsanlegs eldgoss í Öræfajökli hafa leiðbeiningar um varnir gegn öskufalli af völdum eldgosa verið uppfærðar.
Leiðbeiningarnar voru fyrst gerðar vorið 2010 þegar aska frá gosinu í Eyjafjallajökli lagðist yfir byggðina. Leiðbeiningarnar voru uppfærðar í samvinnu við eftirfarandi aðila: Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, Landspítala, Matvælastofnun, Rauða krossinn, Samtök heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi og Umhverfisstofnun.
Samkvæmt þessum leiðbeiningum eru íbúar á svæðum í nágrenni eldfjalla, þar sem hætta er á miklu öskufalli komi til eldgosa, hvattir til að safna búnaði sem samanstendur af grímum (eða „buffi"), einnig hlífðargleraugum og ílátum fyrir vatn. Það er gert vegna mögulegrar hættu á að vatnsból mengist í öskufalli en hver einstaklingur notar 3-4 lítra af vatni á sólarhring að lágmarki.
Nánari leiðbeiningar má finna á vef landlæknis.
Sóttvarnalæknir