Fara beint í efnið

Eldgos - ráðleggingar vegna heilsufarslegra áhrifa

Mest mengun og hætta á heilsufarslegum áhrifum af hennar völdum eru í grennd við eldgos en fylgst er náið með loftgæðum í byggð á áhrifasvæði mengunar. Veðurfar, sérstaklega vindur og vindátt en einnig úrkoma hafa mikil áhrif á dreifingu mengunar. Gagnlegt er fyrir almenning á áhrifasvæði mengunar að fylgjast með loftgæðum, gasmengunarspá og þekkja til helstu varnaraðgerða sem unnt er að grípa til þegar líkur eru á mengun í byggð.

Loftgæði á Íslandi. Umhverfisstofnun. Gögn uppfærast á 10 mínútna fresti.

Gasmengunarspá. Veðurstofa Íslands. Kort sýnir svæði á landinu þar sem von er á brennisteinsmengun næstu 48 tíma.

Skráningarform vegna gasmengunar í byggð. Veðurstofa Íslands.

Greinar og rannsóknir

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis