21. júní 2018
21. júní 2018
Langanesbyggð gerist Heilsueflandi samfélag
Langanesbyggð varð formlega aðili að Heilsueflandi samfélagi þann 12. júní síðastliðinn þegar Alma D. Möller, landlæknir og Elías Pétursson, sveitarstjóri skrifuðu undir samning þess efnis.
Langanesbyggð varð formlega aðili að Heilsueflandi samfélagi þann 12. júní síðastliðinn þegar Alma D. Möller, landlæknir og Elías Pétursson, sveitarstjóri skrifuðu undir samning þess efnis.
Athöfnin fór fram í Þórsveri á Þórshöfn og var vel sótt af íbúum og öðrum hagsmunaaðilum. Áður en undirskrift fór fram fluttu landlæknir og Þorsteinn Ægir Egilsson, oddviti Langanesbyggðar stutt erindi.
Meginmarkmið Heilsueflandi samfélags er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lífsháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa. Í slíku samfélagi er heilsa og líðan íbúa í fyrirrúmi í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum.
Með Langanesbyggð er 21 sveitarfélag formlegur aðili að Heilsueflandi samfélagi og skuldbindur sig þannig til að efla heilsu og vellíðan íbúa sinna með markvissum hætti. Með innleiðingu Heilsueflandi samfélags vinna sveitarfélög einnig að innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.
Nánar um Heilsueflandi samfélag
Nánar um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Gígja Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri Heilsueflandi samfélags