10. mars 2021
10. mars 2021
Greinargerð um bið eftir völdum skurðaðgerðum birt á vef
Embætti landlæknis hefur birt greinargerð um bið eftir völdum skurðaðgerðum. Ljóst er að áhrif heimsfaraldurs COVID-19 eru talsverð en möguleg langtímaáhrif eru enn óljós.
Embætti landlæknis hefur birt greinargerð um bið eftir völdum skurðaðgerðum. Ljóst er að áhrif heimsfaraldurs COVID-19 eru talsverð en möguleg langtímaáhrif eru enn óljós. Aðgerðum í flestum aðgerðaflokkum sem til skoðunar voru hefur fækkað. Svo virðist þó sem þær skurðaðgerðir sem metnar voru í brýnustum forgangi, innan viku og innan fjögurra vikna, hafi verið gerðar innan þess tíma að mestu leyti.
Komum á göngudeildir sjúkrahúsa fækkaði vegna faraldursins og gæti því fjöldi í bið eftir aðgerð verið meiri en tölurnar gefa til kynna og heildarbiðtími eftir aðgerð verið lengri.
Að mati embættis landlæknis eru mikilvægt að fylgjast áfram með þróun mála og leggja áherslu á að starfsemin haldist í fullri virkni eins og hægt er svo biðlistar og biðtími lengist ekki enn frekar.
Fyrirspurnum vegna greinargerðarinnar skal beina til
Kjartans Hreins Njálssonar, aðstoðarmanns landlæknis
Netfang: kjartanh@landlaeknir.is
Sími: 510-1900