Fara beint í efnið

31. maí 2021

Bólusetningar við COVID-19 í viku 22, 31. maí – 6. júní

Vikuna 31. maí – 6. júní verða um 24 þúsund einstaklingar bólusettir hér á landi. Samtals fá um 14 þúsund bóluefni Pfizer, 9 þúsund fá fyrri bólusetningu en 5 þúsund fá seinni bólusetningu. Um 5500 fá bóluefni frá Moderna, þar af 4 þúsund fyrri bólusetninguna. 1500 skömmtum af AstraZeneca verður dreift á landsbyggðina fyrir seinni bólusetningu og 2400 fá bólusetningu með bóluefni Janssen.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Vikuna 31. maí – 6. júní verða um 24 þúsund einstaklingar bólusettir hér á landi.

Samtals fá um 14 þúsund bóluefni Pfizer, 9 þúsund fá fyrri bólusetningu en 5 þúsund fá seinni bólusetningu.

Um 5500 fá bóluefni frá Moderna, þar af 4 þúsund fyrri bólusetninguna. 1500 skömmtum af AstraZeneca verður dreift á landsbyggðina fyrir seinni bólusetningu og 2400 fá bólusetningu með bóluefni Janssen.

Handahófskenndar boðanir í bólusetningar hefjast á nokkrum bólusetningarstöðum í vikunni en hver heilbrigðisstofnun mun draga út röð árganga og boða. Það ræðst að framboði bóluefna hve hratt gengur á röðina.

Nánar um bólusetningar á covid.is og á vef embættis landlæknis.

Sóttvarnalæknir